Frá Brjánslæk í Vatnsfirði um Lækjarskarð í Hagavaðal á Barðaströnd.
Gömul þjóðleið.
Hrafna-Flóki Vilgerðarson byggði skála sinn á Flókagrund við Brjánslæk og má enn sjá ummerki þess mannvirkis. Hann missti búfénað sinn um veturinn vegna heyleysis í kjölfar óhóflegs veiðiáhuga og fluttist aftur af landi brott.
Förum frá Brjánslæk vestur og síðan vestnorðvestur og upp reiðgötu um sunnanverðan Hestmúla, í norðurenda Kikafells í 400 metra hæð og vestur um Draugagil. Síðan suðvestur Vaðalsdal niður í Vaðal í Hagavaðli.
9,1 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Lækjarheiði, Mjósund, Hagavaðall.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort