Lækkar skatta og skuldir

Punktar

Bjarni Benediktsson segist lækka skatta, þegar hann komist til valda í vor. Byrja á tryggingagjaldi og fara síðan í hátekjuskatt og fjármagnstekjuskatt. Tekjurnar, sem ríkið tapar á þessu, hyggst hann bæta upp með því að lækka skuldir ríkisins. Bíðið við, hver er rökhyggjan í þessu: Lækka skatta, lækka skuldir? Þetta er einfaldlega samkeppni við Sigmund Davíð Gunnlaugsson um að sprauta froðu í andlit grunnhygginna kjósenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um, að fulltrúar á landsfundinum séu svo skyni skroppnir, að þeir klappi fyrir töfralausninni. Og það gerðu þeir raunar svikalaust.