Læknar flýja land

Punktar

Nú eru læknarnir farnir að segja upp á Landspítalanum og flýja til útlandsins. Í hvert sinn sem sérfræðingur fer, tapast fjórtán ára menntun og starfsreynsla. Engir ungir læknar koma í staðinn frá útlöndum. Læknahópur landsins eldist ört. Biðlistar sjúklinga lengjast og þeir eru farnir að deyja á biðlistunum. Allt er þetta á ábyrgð ríkisstjórnar, sem færir fé frá heilsugæzlu til kvótagreifa og annarra auðgreifa. Öll þessi hörmung er svo bara þrjózka við að brjóta niður innviði heilsugæzlunnar og koma upp einkarekstri. Þar komast þeir að, sem eiga nóga peninga. Láglaunafólk getur bara drepizt í þakklætisskyni fyrir atkvæðið.