Lærði af Bush og Reagan

Punktar

Þótt Sarkozy sé enginn Bush, hefur franski forsetaframbjóðandinn lært spuna af Reagan og Bush. Hann er innanbúðarmaður, ráðherra, sem þykist vera utangarðsmaður. Hann reynir að vera alþýðlegur og hafa áhuga á lágmenningu fremur en hámenningu. Hann kemur sér vel við fátæklinga, þótt hann stefni að skattfríðindum hátekjufólks. Eins og Reagan og Bush tókst svo vel. Undirstétt þjóðfélagsins kýs oft frambjóðendur yfirstéttar, einkum ef þeir lofa að halda uppi lögum og rétti og að halda útlendingum í skefjum. Þetta segir Serge Halimi í Guardian. Undirstéttin er auðvitað heimsk.