Argentína féllst fyrir löngu á, að bandarískur dómstóll dæmdi í ágreiningi um samning ríkisins við hrægamma. Varð stórslys, því hrægammar fengu kverkatak á þjóðinni. Neita að semja um afslátt. Thomas Griesa frjálshyggju-dómari styður þá. Þar með hefur hann gert þjóðina gjaldþrota, með hörmulegum afleiðingum fyrir heila þjóð. Við þurfum að læra af reynslu Argentínu. Samþykkjum aldrei réttarstöðu hrægamma utan eða ofan við íslenzk lög. Teflum aldrei neinu IceSave eða TISA í þá stöðu, að erlendir dómstólar geti gert okkur gjaldþrota. Semjum allra sízt þannig við erlenda stóriðju. Það er bara ávísun á sult og seyru.