Lærir hvorki né skilur

Punktar

Ríkisendurskoðandi hefur ekkert lært og ekkert skilið af hvassviðrinu, sem gengið hefur síðustu daga. Það eina, sem honum datt í hug eftir Kastljósið, var að kæra lekann til löggunnar og að hafa samráð við forstjóra Fjársýslu ríkisins um lögbann á frekari birtingu gagna. Fundur með eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd Alþingis kveikti ekki heldur á heilabúinu. Áfram ætlar hann að kæra lekann og reyna að stöðva frekari birtingu. Þjóðin stendur á öndinni af hneykslun. Þetta er meiri háttar bjálfi, sem kerfið þarf að losna við. Hann neitar beinlínis að segja af sér, svo að eina leiðin er að segja honum upp.