Lærum af Rannsóknarnefndinni

Punktar

Það gengur ekki, að nýr Geir Haarde geti komið og látið ríkið ábyrgjast greiðslur úr óviðkomandi sjóðum. Né, að nýr Davíð Oddsson geti komið og fyllt kjallara Seðlabankans af verðlausum ástarbréfum. Skattar til hins opinbera eiga að reka samfélagið og kosta velferðina. Eiga ekki að standa undir vöxtum af sukki bankabófa og pólitíkusa. Skattgreiðendur borga núna 94 milljarða á ári í vexti af sukki þeirra Geirs og Davíðs. Enda segja margir: Við borgum ekki. Með lögum þarf að banna hvers kyns ríkisábyrgðir og aðkomu pólitískra glæframanna að Seðlabankanum. Lærum af skýrslu Rannsóknarnefndar.