Konsert bankanna tók fyrir löngu völdin í Bandaríkjunum. Hefur nú tekið völdin í Evrópu. Ráðamenn dansa eftir fiðlu bankstera, sem færa tjón bankabrasks yfir á herðar skattgreiðenda. Sáum það í nauðgun Grikklands. Og við sáum það, þegar Jóhönnustjórn mistókst að koma böndum á endureistu bankana. Þar biðu Árni Páll og Steingrímur sinn pólitíska dauðdaga, líkin tvö í vinstri lestinni. Bankarnir haga sér eins og fyrir hrun. Taka 500 milljarða úr hagkerfinu í hreinan gróða! Meðhöndla fólk eins og hænur í verksmiðjubúi. Og trylltasti banksterinn hyggst reisa steindauða bankahöll í kvosinni litlu. Er ekki hægt að læsa bófana inni?