Christine Lagarde er nýr forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hún sagði fyrir helgina, að veikburða bankar í Evrópu þyrftu að efla eiginfjárstöðu sína. Fór fyrir brjóstið á kontóristum Evrópusambandsins, sem sögðu þetta rangt. Bankarnir þyrftu hins vegar betri endurfjármögnun. Ágreiningurinn lýsir grundvallar-misskilningi kontóristanna. Bankar þurfa ekki að pissa í skóinn með því að fá meiri lán til að lána út. Þeir þurfa hins vegar að efla fjárhagslega innviði sína. Kontóristarnir eru enn haldnir ranghugmynd: Að hringrás lánafyllerís bankanna geti haldið áfram og eigi að halda áfram.