Ég gef ekki túskilding fyrir lagatækni í IceSave, með eða móti. Í áratug hef ég bara séð lagakróka, tæknibrellur og orðhengilshátt hjá lagatæknum okkar. Siðblinda lagatækna hrópar til himins. Greinar lagatæknanna sjö eru bara toppur ísjakans. Seint mun ég gera lagatækna að leiðtogum lífs míns. Afstaða mín til IceSave er einföld. Eftir fjóra samninga við Bretland og Holland tel ég 1) tímabært, 2) siðlegt og 3) hagkvæmt að láta gott heita. Fyrir rúmum tveimur árum lofaði því lögleg ríkisstjórn Geirs. Löglegt Alþingi Bjarna Ben staðfesti síðan að borga IceSave I. IceSave IV er þar á ofan orðið hagkvæmt.