Lagatæknar götunnar, Brynjar Níelsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, reyna að hrella Hæstarétt til hlýðni með gagnrýni á dóma í héraði. Vilja fá Hæstarétt til að snúa við dómum, sem ganga gegn bankabófum. Lagatæknar flytja mál sín í auknum mæli utan dómsala í fjölmiðlum. Með blaðagreinum reyna þeir að búa til andrúmsloft meðvirkni með bankabófum og öðrum, sem áttu þátt í hruninu mikla. Jafnframt vara þeir við öðrum aðilum að umræðu götunnar. Tilfærsla málflutnings lagatækna úr dómstólum út á götuna er býsna athyglisverð. Aðild Brynjars og Jóns Steinars að götunni auglýsir mikilvægi dómstóls hennar.