Lagatæknar rústa dómskerfi

Punktar

Dómskerfið er í rúst, takist Gesti Jónssyni og Ragnari H. Hall lagatæknum að tefja mál með því að neita að mæta. Kerfið má ekki við miklu, fyrirlitning á dómurum hefur farið vaxandi. Dómarar hafa dæmt fjármálabófa með hálsbindi í brot af refsingum, sem alþýðumenn þurfa að sæta. Hafa jafnvel dæmt ríkið til að greiða málskostnað fyrir dæmda bankabófa. Geti Gestur og Ragnar vafið dómskerfinu um fingur sér, er það áminning til kjósenda, að staða þjóðmála sé enn í megnasta ólagi. Uppgjörinu við hrunið sé ekki lokið og verði ekki lokið. Kjósendur þurfa að mæta þessu með því að skipta út bófunum á Alþingi.