Lággjaldaflugið

Punktar

Roskið fólk man eftir Loftleiðum, þegar áfengir drykkir voru ókeypis um borð. Smám saman hafa flugfélög í áætlunarflugi dregið úr þjónustu, minnkað sæti og þrengt svigrúm. Matur hefur versnað og þjónusta um borð hefur minnkað. Bilið milli gömlu flugfélaganna og nýrra lággjaldaflugfélaga hefur minnkað. Mér finnst betra að fara með epli og sóda um borð en að láta gefins plastmat trufla mig. Hins vegar er enga hjálp að hafa hjá lággjaldafélögum, ef seinkun verður eða afskekktir flugvellir eru í lélegu sambandi við miðborgir. Þú færð bara það, sem þú borgar fyrir í lággjaldafluginu.