Lágkúra rústar Evrópu

Punktar

Ekki hélt ég, að ég mundi lifa, að Þýzkaland rústaði Evrópusambandinu, sem þó virðist hugsanleg útkoma. Samt hefur landið grætt meira á sambandinu en öll hin ríkin til samans. Angela Merkel er því miður enginn Konrad Adenauer, því er nú verr og miður. Evrópusambandið hefur verið á hraðri niðurleið þessa öld Þýzkalands. Þar á ofan með vanhæfum bankavinum við stjórnvölinn, fyrst José Manuel Barroso og síðan Jean-Claude Juncker. Svona hægra öfgalið er ófært um að leysa örlagaríkar uppákomur. Hugsar fyrst og fremst um hag óráðsíu-banka. Er ófært um að skynja neyð almennra borgara. Lágkúran ein ræður þessu hruni.