Lágkúru-jeppinn seldur

Punktar

Tveir stjórnarformenn lífeyrissjóða skrifuðu nýlega dagblaðagreinar. Athyglisvert er, að báðir eru þeir fulltrúar atvinnulífsins. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins. Sýnir vel, hverjir ráða sjóðunum og ganga fram fyrir skjöldu að verja rekstur þeirra. Sem þykjast svo ekki bera neina ábyrgð á ruglinu, sem þar hefur viðgengist. Helgi Magnússon kvartar yfir auglýsingu Helga í Góu um LandCruiser framkvæmdastjóra sjóðsins. Sagði hana “lágkúru”. Einhver hefur þú hnippt í hann, því að degi síðar var dýri jeppinn seldur.