Ferðaþjónusta er orðin stærsti og mikilvægasti atvinnuvegur landsins. Tíundi hver landsmaður starfar þar. Hún tekur við öllu atvinnuleysi, sem annars yrði til, þegar fólk leitar sér vinnu. Fólk býr við misjöfn kjör í þessari grein sem öðrum. Ástæða er til að ætla, að það eigi erfitt með að gæta hagsmuna sinna í viðræðum um laun. Stéttarfélög eru hrygglaus eins og allir sáu í vor. Samt er mikilvægt, að greinin verði ekki láglaunagildra ungra kynslóða. Ríkið þarf að setja reglur um lágmarkslaun. Einnig þarf ríkið að herja á svarta atvinnu í greininni. Aðeins sem alvörugrein getur ferðaþjónusta haft gildi fyrir þjóðina.