Fullljóst er, að verkalýðshreyfingin er áhugalaus um velferð lágstétta, einkum sé hún skipuð útlendingum. Samtök verkalýðsrekenda eru í samsæri með samtökum atvinnulífsins um Salek, litlar kauphækkanir. Á sama tíma eru heilu stéttirnar að lenda í tekjum undir framfærslukostnaði. Ekki bara öryrkjar, aldraðir og sjúklingar. Einnig starfsfólk í veitingum og gistingu og afgreiðslufólk á ótal sviðum. Eini aðilinn, sem getur komið í stað róttækrar verkalýðshreyfingar, er ríkisvaldið. Það á að fylgja erlendum árangri í tilraunum við að koma á fót lágmarkslaunum. Hér gætu þau numið 300.000 krónum nettó á hverjum mánuði.