Sit heima milli hestaferða, rækta leti, horfi á þingrás brezka sjónvarpsins. Ósköp eru brezkir þingmenn betur talandi en íslenzkir og einkum rökfastari. Væru þeir með rugl, mundi þeim verða slátrað í pressunni. Eru hvassir, en þó jákvæðir hver í garð annars, öfugt við íslenzka, sem frussa illsku. Brezkt háð er lúmskara en íslenzkt, oft klætt í brosmilt oflof. Er brezkir þingmenn tala, vex álit þingsins, en álit Alþingis rýrnar, er málhaltir og rökhaltir þingmenn tala. Þingmál eru mun verr unnin af lagatæknum íslenzkra ráðuneyta og stjórnarandstaðan kann litla mannasiði. Mannval Alþingis er mun lakara.