Lánað fé, glatað fé?

Punktar

Útlendingar efast, þótt ríkisstjórnin endurtaki, að ekki standi til, að Íslendingar gangi á bak orða sinna. Efast líka, þótt stjórnarandstaðan segi hið sama. Efast þá fyrst, þegar forseti Íslands segir það. Málsaðilar í útlöndum vita, að Davíð er enn á fullri ferð. Að hann stjórnar Flokknum, þegar til kastanna kemur. Vita um mannalæti framsóknar í þingsölum. Vita um harðskeytta afneitun fólks í bloggi og athugasemdum. Urðu þá fyrst hræddir, þegar Gylfi Magnússon ráðherra fór að blaðra um afsögn stjórnarinnar. Þá skelfdust þeir, að hrunverjar mundu ganga aftur og frysta Ísland endanlega.