Mér er sama, þótt óráðsíufólk nái hundruðum milljarða af bönkum landsins. Þeir eiga ekkert gott skilið. Legg bara áherzlu á, að reikningurinn verði ekki sendur til ríkisvaldsins. Ekki einu sinni tap ríkisbankans. Ef bankar rúlla, má það ekki verða ríkisrekið tap. Aldrei aftur. Aldrei. Hins vegar sætti ég mig ekki við, að Íbúðalánasjóður verði þannig skafinn að innan. Hann gegnir félagslegu hlutverki, lendir fyrir rest á herðum skattgreiðenda. Svipað er að segja um lífeyrissjóðina. Þeir eru að vísu reknir af heimskum bófum. En tjón sjóðanna lendir ekki á bófunum, heldur á lífeyrisþegum.