Þjóðinni léttir að heyra, að tortímandinn er farinn úr Seðló í síðasta sinn. Saga hans í pólitík var löng og skelfileg. Sem forsætis setti hann upp peningakerfi með nánast engu eftirliti, svonefnda frjálshyggju. Síðan sá hann um, að Seðlabankinn notaði ekki tæki, sem hann gat beitt til að hafa hemil á bönkunum. Loks gaf hann út prentaðar skýrslur um, að allt væri í lagi með bankana. Á sama tíma segist hann hafa varað Geir Haarde prívat og persónulega við stöðu bankanna. Viðtal hans í Kastljósi var samfelld hríð af rökleysum og dylgjum og smjörklípum og rauðsíldum. Landhreinsun er að honum.