Landlausa forsetafrúin

Punktar

Hjónabandið á Bessastöðum er sérkennilegt. Ólafur Ragnar hefur aldrei spurt Dorrit Moussaieff, hvar hún eigi heima. Taldi hana eiga heima í Bretlandi, en Bretland kannast ekki við hana. Hefur aldrei spurt hana, hvort fjármál hennar gætu skaðað embætti forsetans. Taldi hana ekki eiga aflandspeninga. En hún höndlar ekki bara með föðurarf sinn í skattaskjóli, heldur er hún líka sjálf skráð fyrir slíku fé. Forsetafrú Íslands ferðast á íslenzkum diplómatapassa, en á hvergi heima og veit ekkert um eigin peninga. Er ekki að verða efni í sögu af Mata Hari 21. aldar? Hvurslags no-no-no-no-no hjónaband er þetta á Bessastöðum?