Kvikmynd og lýsing skipverja á frystitogaranum Kleifabergi staðfestir almennt orð á, að brottkast sé rekið skipulega á kvótaskipum. Afneitanir bófaflokks kvótans, Hafró og almannatengla bófanna á fjölmiðlum duga ekki lengur. Kvótakerfið og vandi þess er öllum ljós. Hann er skelfilegur og má kalla landráð af hálfu þessara aðila og pólitíkusa og flokka, sem hafa stutt hann. Kvótagreifar láta sjálfir vigta aflann. Annað eftirlit af hálfu Hafró er í henglum. Tölur og gröf hennar eru meira eða minna ímyndanir af ásettu ráði, landráð. Hefur skaðað auðlindina verulega og sumpart varanlega. Fjöldi manns er flæktur í þessi umsvifamiklu landráð.