Landráð í Eldvörpum

Punktar

Í samræmi við nýja Rammaáætlun hyggst HS Orka strá salti í sárin með því að senda í júní stórvirkar vélar í Eldvörp að eyðileggja einstæðar heimsminjar um náttúruöfl og mannvistarminjar. Fást eiga 8% af orkuþörf Helguvíkur. Um takmarkaðan tíma, því að vinnslan verður ekki sjálfbær, heldur eyðist orkan miklu hraðar en við bætist. Þetta er fullkomlega geðveik ráðagerð á ábyrgð verksmiðjukrata í Samfylkingunni. Og samt rís engin Helguvík, því að hún þarf 92% orku sinnar annars staðar frá. Hvaðan? Meiri gróði er af að loka öllum skaganum fyrir slíkri ánauð og skipuleggja útivistarferðir um svæðið.