Landráð í kyrrþey

Punktar

Utanríkisráðherra segist vita af undirbúningi TISA leynisamningsins um aukin völd auðjöfra heimsins. Að vísu vekur ekki traust, að Gunnar Bragi Sveinsson telji ekkert leynilegt við samninginn. Því greinilega er hann eins leynilegur og hægt er að vera, í fimm ár fram yfir gildistöku. Samningamaður Íslands er Martin Eyjólfsson fastafulltrúi. Þeir tveir bera fyrir Íslands hönd ábyrgð á, hve langt samningsvinnan er komin í kyrrþey. Samkvæmt uppkastinu fá auðjöfrar réttarstöðu þjóðríkja og afnumið er regluverk um bankaeftirlit, neytenda- og umhverfisvernd. Tökum saman höndum um að stöðva framvindu geðveikra landráða.