Landráð og þjóðníð

Punktar

Hópar stjórnmálamanna berjast fyrir spillingu lands og náttúru í þágu stóriðju. Þá köllum við réttilega landráðamenn. Sömu hópar berjast fyrir flutningi tekna frá fátækari helmingi þjóðarinnar í vasa þessa eina prósents, sem fjármagnar þæga pólitíkusa. Þá köllum við réttilega þjóðníðinga. Allir vita, að verið er að tala um þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Svona tal um landráðamenn og þjóðníðinga er sagt vera ljótt og marklaust öskur út í loftið. Samt segja þessi tvö orð bara sannleikann um skelfilegt ástand, sem er nýtt í stjórnmálasögunni: Kjósendur hafa afhent örvita bófaflokkum völdin í landinu.