Samfylkingin vill tala sem mest um Evrópusambandið til að beina umræðunnni frá ömurlegri frammistöðu hennar í ríkisstjórn. Hún vill láta kjósa næst um Evrópusambandið til að ekki verði kosið um ömurlega frammistöðu hennar í ríkisstjórn. Evran og Evrópusambandið bjarga okkur hins vegar ekki úr vanda líðandi stundar. Þess vegna verður rætt um og kosið um ömurlega frammistöðu Samfylkingarinnar. Sú frammistaða heitir “landráð af gáleysi”, samkvæmt skilgreiningu Páls Skúlasonar prófessors. Við afgreiðum fyrst landráðin, síðan má tala endalaust um Evrópusambandið og jafnvel kjósa um það þrisvar.