Landráðin í fluginu

Punktar

Firrtustu stéttir landsins eru flugvirkjar og flugumferðarstjórar. Þær ætla í verkfall, þegar þjóðin er komin á hnén í fátækt sinni. Þegar ferðabransinn þarf á öllu að halda til að flytja gjaldeyri inn í landið. Þegar verst gegnir, koma flugvirkjar og flugumferðarstjórar eins og hræfuglar og sveima yfir líkinu. Þessar stéttir telja sig hafa haustak á þjóðinni og telja sig geta notað eymd hennar til að græða, græða meira, græða mest. Flugvirkjar og flugumferðarstjórar eru það, sem við köllum landráðamenn. Þurfum að losna við þessa vinnu úr landi, koma viðgerðum og flugumsjón til annarra landa.