Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafnaði í gær, að Ísrael ákveði einhliða landamæri sín. Samkvæmt tillögu Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, dregur Ísrael sig aðeins frá hluta hernumda landsins og ekki frá nágrenni Jerúsalem. Samkvæmt henni munu Palestínumenn áfram eiga erfitt með að komast milli meginhluta lands þeirra og höfuðborgar þeirra í Austur-Jerúsalem. Olmert mun ekki vinna hug og hjörtu Evrópumanna í málinu, því að einhliða útþensla Ísraels hefur harðlega verið gagnrýnd í álfunni. Aðeins í Bandaríkjunum hefur landránið stuðning.