Landsbankinn á fyrir kröfum

Punktar

Okkur er sagt, að gamli Landsbankinn nái 89% heimtum upp í forgangskröfur. Þar af á bankinn þriðjung í reiðufé nú þegar. Mér er sagt, að skilanefnd bankans gefi upp vægar tölur til að valda ekki síðari vonbrigðum. Þegar í ljós kemur, að bankinn á fyrir forgangskröfum, mun skilanefndin fá þakkir almennings. Þá gleyma menn sjálftekt skilanefndarinnar á launum og klappa henni á bakið fyrir frammistöðuna. Niðurstaðan verður, að tekjur bankans gleypa kostnaðinn af IceSave. Það verður frábært. Margfalt meiri líkur eru á, að sú spá rætist en heimsendaspár áhættufíklanna, sem heimta dómsmál.