Landsins dýrasti ómagi

Punktar

Landsvirkjun er einokunarstofnun, sem selur almenningsveitum rafmagn á verði sem er 46% hærra en kostnaðarverð rafmagns frá nýjum virkjunum. Þannig niðurgreiðum við nú þegar rafmagn til stóriðju. Þar á ofan greiðir Landsvirkjun hvorki tekju- né eignaskatt og borgar hvorki krónu fyrir ríkisábyrgðir né fyrir umhverfistjón af hennar völdum. Með nýrri Kárahnjúkavirkjun verður þetta peningadæmi ennþá óhagstæðara skattgreiðendum og raforkukaupendum, sem hafa dýrasta ómaga landsins á framfæri sínu.