Manntalið 1703 er eitt merkasta fyrirbæri landsins, heimsins elzta, nákvæma manntal. Við hæfi er, að það er nú komið á heimsminjaskrá Unesco. Kóngurinn í Kaupinhafn ákvað, Árni Magnússon og Páll Vídalín stýrðu, sýslumenn og hreppstjórar framkvæmdu. Manntalið náði til allra 50.358 íbúa landsins, ríkra og fátækra, búpenings þeirra og var jafnframt jarðatal. 1702-1703 var hinn mikli manntalsvetur á einum erfiðasta tíma sögunnar. Skjal þeirra Árna og Páls er hornsteinn í hagsögu landsins og nákvæmri ættarsögu þjóðarinnar. Það er varðveitt í Þjóðskjalasafni, sjálfbær brunnur sífelldra rannsókna