Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við hagfræðistofnun háskólans, segir, að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun hafi farið 40-45% fram úr áætlun. Hann reiknar kostnaðinn í dollurum, enda eru tekjurnar í dollurum. Hann segir ennfremur, að Landsvirkjun reyni að fegra bókhaldið með því að hagræða tekjuliðum. Hún hafi búið sér til framvirkar tölur um álverð í stað þess að nota spár sérfræðinga. Þetta þýðir á íslenzku, að Landsvirkjun falsi tölur sínar. Sífellt fleiri halda fram, að íslenzkir orkunotendur niðurgreiði orku til stóriðju. Og að nýju orkuverin séu óviðráðanlegur skuldabaggi á ríkinu.