Landsvirkjun mútaði hreppsnefndarfólki við neðri Þjórsár. Greiddi því fyrir að sitja fundi með sér. Allar ákvarðanir hreppsnefndarinnar um virkjanir eru því siðlausar og ógildar. Nú þarf að taka til hendinni, ráðast inn í bókhald Landsvirkjunar. Kanna, hvort greiðslur hafi runnið til sveitastjórna og sveitarstjórnarmanna annars staðar á landinu, til dæmis fyrir austan. Þetta geta verið greiðslur fyrir fundarsetur, fyrir skipulag, fyrir aðra þjónkun. Of seint er að stöðva Kárahnjúka, en virkjanir verða engar í neðri Þjórsá. Ákvarðanir um þær voru teknar á spilltum mútu-forsendum. Eru bara sakamál.