Langa stríðið

Punktar

Bandaríska stríðsráðuneytið hefur gefið út stóra skýrslu og endurskilgreint baráttuna gegn skæruliðum, sem áður átti að vera stutta stríðið. Nú heitir hún “langa stríðið” og gerir ráð fyrir árásum út um allan heim, einkum á lönd múslima. Donald Rumsfeld stríðsráðherra telur Osama bin Laden stefna gegn bandarískum lífsgildum, en ekki bara gegn bandarískum her og leppum í löndum múslima. Þar með er búið að setja Laden á stall með Hitler og Stalín og staðfesta um leið, að bandarísk stríð séu krossferðir nútímans, barátta menningarheimanna.