Langdýrast í heimi

Punktar

Kunningi minn vestra hefur farið víða á vegum olíuleitar, notar símann mikið og veit, hvað það kostar. Hann borgar 5-18 sent á mínútuna fyrir símtöl til þróunarlanda. Eitt land sker sig úr. Það er Ísland. Þangað kostar 50 sent að hringja, hjá AT&T, MCI og Sprint, þrefalt meira en til nokkurs annars lands. Hann notar sjálfur Voice-over-IP tölvusíma, en félagar hans álpast til að nota síma til að ná í hann á Íslandi. Auðvitað stafar verðið af einokun. Hún er á ábyrgð Póst- og fjarskiptastofnunar, sem lætur okur viðgangast og á þó að hafa eftirlit með símafélögum.