Langhundar og póstkassar

Fjölmiðlun

Nyhedsavisen gafst upp, því að ritstjórn og dreifing voru allt öðru vísi en hjá Fréttablaðinu. Nyhedsavisen fólst í langhundum, minnti á póstmódern greinar í Lesbókinni. Þetta stórslys má skrifa á danska ritstjórn blaðsins. Hún vildi snobbað dagblað, sem minnti á Informationen. Alþýðlegt svipmót Fréttablaðsins hefði komið þar að meira gagni. Dreifingin bilaði vegna andstöðu við ruslpóst í fjölbýlishúsum. Í Danmörku er ekki hægt að ná yfirburðalestri með því að koma fríblaði í póstkassa fólks. Sem var lykill að velgengni Fréttablaðsins. Ég hef sagt þetta allt nokkrum sinnum áður.