Langir dómar bankabófa

Punktar

Brynjar Níelsson alþingismaður er skemmtilegur dellukarl, en fer því miður stundum rangt með einfaldar staðreyndir. Rangt er, að Ísland taki harðar á banksterum en önnur ríki. Bandaríkin hafa dæmt tugi bankstera í fangavist. Sholam Weiss fékk 835 ára fangelsi og Keith Pound fékk 740 ára fangelsi. Margir muna eftir Bernie Maddoff, sem fékk 150 ára fangelsi. Skjólstæðingur Brynjars Níelssonar í Kaupþingi fékk mun vinsamlegri meðferð í Héraðsdómi. Svo er annað, sem Brynjar ætti að passa. Hann hefur ekki skráð hagsmuni sína á vef alþingis, þótt skylt sé sem verjandi bankamanns, er hann fjallar um.