Foringjafælni er ein afleiðinga hrunsins. Í pólitíkinni vilja margir forðast áherzlu á foringja og setja málefni frekar í efsta sæti. Gott svo langt sem það nær. Getur þó snúizt upp í fullkomna andhverfu sína. Sjáið til dæmis Kópavogslistann. Þar var óþekktur frambjóðandi settur í efsta sætið. Hann fór um daginn í U-beygju og sveik höfuðmálefni listans til að verða memm í nýjum meirihluta. Meiri styrkur hefði verið að þekktum frambjóðanda, sem fólk hefði vitað meira um. Raunin er nefnilega, að jafnvægi verður að vera milli manna og málefna. Ofuráherzla á annað atriðið leiðir bara til ógæfu.