Langvinnt dauðastríð

Punktar

Ég marka upphafið að endalokum kapítalismans árið 1999 í óeirðum við fund Alþjóðabankans í Seattle. Síðan eru liðin tíu ár og kapítalisminn er ekki enn dauður. Hann er á hægu en öruggu undanhaldi. Kreppan, sem hófst í fyrra er hluti af þessu dauðastríði. Íslendingar átta sig betur en margar aðrar þjóðir á þessu ferli, þar sem kreppan er hér hastarlegust. Hér gildir ekki lengur klisjan: Græðgi er góð. Í ljós kom, að hún er vond. Önnur gildi ryðja sér til rúms á Íslandi, samanber þjóðfundinn. Erlendis lifir kapítalisminn enn hjá ríkisstjórnum og fjölþjóðastofnunum. En frumkvæði hans er horfið.