Hækkað matvælaverð stafar að litlu leyti af matarskorti eða af framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Stafar fyrst og fremst af spákaupmennsku. Fjármálaöfl láta kornið hverfa. Þau sitja á því eins og ormar á gulli í von um að selja síðar á margföldu verði. Lítil verðsveifla verður þannig að hungri í þriðja heiminum, þar sem korn skilur milli lífs og dauða. Fjölþjóðafyrirtæki eru fremst í flokki matarbraskara heimsins. Þau voru illa séð áður, en verða fljótt hötuð um allan þriðja heiminn. Fjölþjóðleg viðskiptasamtök verða að taka á þessum vanda, áður en hann leiðir til styrjaldar ríkra og fátækra.