Stjórnarandstöðublöðin Fréttablaðið og Morgunblaðið slá því upp á forsíðu, að fólk sé almennt með böggum hildar vegna hærri tolla á benzíni og áfengi. Sjálfur þekki ég engan, sem er miður sín út af þessu. Flestir, sem ég þekki, vita, að ýmsir fleiri skattar verða hækkaðir og að ýmis opinber þjónusta verður skert. Flestum er nefnilega kunnugt um, að hér varð hrun í haust. Og flestum er kunnugt um, að afleiðingarnar munu snerta fjárhag okkar allra. Stjórnarandstöðublöðunum og viðmælendum þeirra virðist ekki kunnugt um neitt af þessu. Auðvitað eru þetta bara ódýr látalæti í stjórnarandstöðublöðunum.