Fráleitt er, að ríkið kaupi hluti í Byr sparisjóði og bjargi honum þannig frá falli. Kostar ríkið ellefu milljarða. Ellefu milljarða, hugsið ykkur. Ríkið hefur ekki efni á að borga ellefu milljarða í neitt, ekki einu sinni til ofurskuldugra. Skattgreiðendur eiga ekki að draga fjárglæframenn að landi. Gamla ólánsstjórnin hans Geirs Haarde dró stóru viðskiptabankana að landi. Það var meira en nóg og mun kosta börnin okkar blóðuga skattpeninga í mörg ár. Skil ekki, hvernig mönnum dettur í hug, að í verkahring stjórnvalda sé að draga fjárglæframenn að landi. Látið sparisjóðinn Byr sigla sinn sjó.