Fólk, sem vill stunda vændi (ekki barnaníð), á að fá það. En ríkið verður líka að vernda vændisfólk. Tryggja, að ekki sé mansal eða þrælahald að baki. Tryggja, að raunverulegur vilji sé að baki. Tryggja öryggi alls atvinnuvændisfólks. Víða í Þýzkalandi sjá borgir um húsnæði og heilsu þessa fólks. Þar eru heilar blokkir undir vernd af slíkum ástæðum. Vændi er mjög gömul atvinnugrein og þar geta orðið til miklar tekjur. Fráleitt er að ofsækja fólk fyrir að stunda það af fúsum og frjálsum vilja. Sjálfsagt er að elta uppi alla, sem neyða fólk til vændis og halda úti þrælahaldi á því sviði. En látið vændið sjálft í friði.