Stjórnarandstaðan veldur mér vonbrigðum. Hún er ekki nógu mögnuð. Af nógu er að taka, eins og upplýst er í fréttum. Nokkrir þingmenn standa sig vel, til dæmis Smári McCarthy og ýmsir úr þeim flokki. En nánast hálf stjórnarandstaðan er nærri ósýnileg. Auðvitað verður andstaðan að sýna sig að verki. Hún þarf að tæta í sig hin stöðugu slys og illvirki ríkisstjórnarinnar. Við völd er fanatísk ríkisstjórn auðhyggju, sem þjónar aðeins hinum 1% ríkustu. Stjórnarandstaðan þarf að starfa meira saman og leita samstarfs við áhugahópa úti í bæ. Við húsnæðislausa, við atvinnulausa, við öryrkja, sjúklinga og aldraða. Sjóða þarf upp úr daglega.