Latir við að drepa fólk

Punktar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skammar Evrópuríkin fyrir ódugnað í hernaði og nízku í útgjöldum til hernaðar. Þetta er gömul saga. Bandaríkin eru það, sem Dwight Eisenhower kallaði “military-industrial complex”. Sérhæft ríki til hernaðar og árása í þriðja heiminum. Evrópuríki vilja frekar búa að sínu og reyna að fá sitt fram með friði. Þau hafa stundum dregizt með semingi inn í stríð Bandaríkjanna og haft af því lítinn sóma. Atlantshafsbandalagið ráfar nú um Langtburtistan í algeru tilgangsleysi. Eðlilegt er því, að fólk spyrji, hvers vegna við séum í hernaðarbandalagi með stríðsæsingaríki.