Láttu þig dreyma áfram

Punktar

Gylfi Magnússon bankaráðherra segist treysta starfsmönnum nýju bankanna til að sinna vel sínu verki. Líklega er það skýringin á því, að bankarnir hafa ekki verið siðvæddir á valdatíma Gylfa. Þar stjórna menn með sama hugarfari og forverarnir, svo sem rakið hefur verið í ótal smáatriðum. Verst er þó, að þeir treysta ofurbófum betur en öðrum til að reka fyrirtæki. Venjulegir bankamenn á gólfinu kunna að vera nothæfir, en yfirstétt bankanna er það ekki. Bankarnir verða ekki heilbrigðir bara út á óskhyggju ráðherrans. Því má segja um bankaráðherrann: Sussu bía, Gylfi, láttu þig dreyma áfram.