Latur maður – lítið hey

Fjölmiðlun

Ég hef lítið birt af fjölmiðlarýni í þessum greinarkornum. Tilefnin eru að vísu dagleg. En ég nenni bara ekki að fylgjast svo náið með fjölmiðlum, að það gagnist í rýni. Stuttar útgáfur af pappírsfréttum blaða eru á netinu, oftast með minni froðu en í upphaflegu fréttunum, sem ég nota því ekki. Sjónvarp frétta er tilgangslítið. Þar fer hálftími í að koma að efni, sem rúmast á einni síðu í blaði. Myndin truflar auk þess fréttir. Ég hlusta stundum á þær, en horfi ekki. Mér væri þjáning að bæta úr þessu. Því hef ég sjaldan burði til að rýna fjölmiðla. Latur maður, lítið hey, segir klisjan.