Ferenc Gyurcsany forsætisráðherra hefur ekki aðeins játað linnulausar lygar að ungversku þjóðinni um stöðu efnahagsmála, heldur ætlar hann ekki að segja af sér. Hann telur sig mikinn stjórnmálamann fyrir að hafa tekizt að telja þjóðinni trú um alls konar vitleysu. Mark Almond segir í Guardian, að lygaárátta einkenni ráðamenn um alla Austur-Evrópu, sé arfur frá sovétinu, þegar aldrei var sagt satt orð. Hann segir, að ástandið sé nú svipað og þá, ekki sé í boði nema ein stefna, þá kommúnismi og nú markaðshyggja. Báðar kreddur miði að því að fátæklingar þjáist og þrengi að sér beltið.