Markmið gæzluvarðhalds er, að sakborningur geti ekki haft samráð við aðra og spillt rannsókn málsins. Bandaríski sakborningurinn í hnífstungumálinu gengur laus á Keflavíkurvelli. Svo virðist sem John Waickwicz aðmíráll á Keflavíkurvelli hafi logið sakborninginn úr höndum íslenzkrar réttvísi með dyggri aðstoð íslenzka utanríkisráðuneytisins. Mál þetta er orðið að meiri háttar niðurlægingu íslenzkra stjórnvalda, sem hafa gert Ísland að leppríki.